|
Verslunarmannahelgi
Ég ætla að byrja á því að segja frá því að Solveig er aftur farin til Japans en í þetta skiptið aðeins í þrjár vikur. Henni hefur samt tekist að blogga alveg hreint snilldarlega (enda lítill snillingur) á síðuna sína www.japanskaedakinverska.blogspot.com. Jæja. Við fengum alveg hreint sérstakan gest. Nefnilega Olle frá Svíþjóð. Honum kynntist ég þegar hann var í Nordjobb á Íslandi og vann í Hljómskálagarðinum. Þetta var árið 2003. Síðan hefur hann ætlað að koma í heimsókn og loksins tókst það. Við tókum hann með vestur í Ísafjarðardjúp um verslunarmannahelgina. Þar býr móðursystir mín og þar er mini-útihátíð um hverja verslunarmannahelgi. Við Gústi, Elfa frænka og Olle fórum. Við lögðum íann um tvöleytið á föstudegi of gerðin tekur um fimm tíma. En meðstoppum og þeim hraða sem ég keyri á...6. éfg ætla nú ekki að vera að útlista allt sem gerðist fyrir vestan, bara stikla á stóru.við sváfum í eldgömlu fjögurramanna tjaldi. Þið vitið, svona appelsínugulu.... það var blautt... ekki inni í því, en allstaðar annars staðar. Við fórum í dagsferð til Ísafjarðar, bolungarvíkur og í Dýrafjörð. Við fórum í göngu upp í fjallshlíð og fengum svakalega fiskisúpu. Einnig var borðaður lax sem Oddur veiddi sem var svooooona stór (á milli augnanna). Svo var spilað á kvöldin eins og siður er á Skjaldfönn. Lóa frænka átti meira að segja afmæli á mánudeginum, þannig að áður en fólk lagði íann fengu allir pönnsur, kökur og afgangs hrogn úr risalaxinum. Namm. Það átti að hafa bálköst, en það var hreinlega of blautt til þess. Lóa sagði að ef við kæmum í leitir á september fengjum við bálköst. Það eru nokkrar myndir frá ferðinni á myndasíðunni minni sem er linkað á hér við hliðina. Mappan heitir verslunarmannahelgi 2006.
skrifað af Runa Vala
kl: 11:57
|
|
|